Það hefur aldrei verið auðveldara að taka myndir af nýjum hverfum, vinsælum ferðamannastöðum og staðbundnum fyrirtækjum. Veldu einfaldlega myndavélina þína, taktu myndskeið í 360 gráðum og hladdu þeim upp á Street View Studio.
Taktu myndir af götum, gönguleiðum, ferðamannastöðum og fyrirtækjum með myndavél sem er samhæf Street View. Ef gatan þín er ekki á
Google-kortum skaltu skoða aðrar leiðir til að stjórna eða deila gögnum á síðunni „Meðhöfundar Google-korta“.
*Note that Google does not certify any operational or mechanical functions. Any specific technical or logistical issues should be addressed directly with the supplier.
Taktu myndavélina með í bíltúr, hjólatúr eða göngutúr
Taktu 360 gráðu myndefni á ferðinni án þess að sleppa stýrinu. Notaðu ökutækja- eða hjálmfestingu við kortlagningu á götum eða festu myndavélina á lítinn þrífót eða einfót ef þú ert að taka myndefni innandyra.
Hladdu upp nokkrum skrám í einu og forskoðaðu myndirnar þínar áður en upphleðslu lýkur. Nálgastu tölfræði 360 gráðu myndefnisins þíns og skipuleggðu fleiri staði til að taka myndir af á einfaldan hátt.
Torfærutæki notuð við að mynda eyjar Frönsku Pólýnesíu
Ljósmyndari á staðnum sýndi hugvitsemi með því að nota golfbíla, sæþotur og hesta til að bæta myndefni af Frönsku Pólýnesíu við kortið og hjálpa viðbragðsaðilum á staðnum að bæta þjónustur sínar.
Tawanda Kanhema vinnur að því að kortleggja landið sitt. Kynntu þér hvernig hann tók myndir af Viktoríufossum og hvernig hann bætir enn fleiri staðsetningum við Street View.
Ferðamálaráðuneyti Bermúdaeyja og Miles Partnership sameinuðu krafta sína til að bæta ímynd Bermúdaeyja á netinu, stuðla að því að fólk uppgötvi fyrirtæki á staðnum og hjálpa ferðamönnum að skipuleggja ferðalög sín.
Til að vekja athygli á menningu á Tonga og öðrum Kyrrahafseyjum fóru stofnendur Grid Pacific í það metnaðarfulla verkefni að kortleggja allan eyjaklasann og bæta honum við Street View.