Hulið land opnað - hvernig Street View opnaði búddistaríki fyrir umheiminum.
Bútan er staðsett í skjóli Himalajafjallanna og skartar mörgum fjallaskörðum, gróskumiklum dölum og straumlygnum ám. Þess vegna ákváðu stjórnvöld að taka höndum saman við Street View í tólf mánaða átaki til að sýna þessa földu fjársjóði og um leið að blása lífi í ferðaþjónustu Bútan og félagslega og hagræna þróun.
Eftir nokkrar hindranir í sambandi við samþykki og leyfi fyrir myndatöku gat ferðamálaráð Bútan, með tæknilegri aðstoð frá Google Singapore, hleypt verkefninu af stokkunum í maí 2020. Street View lagði til tvær Ricoh Theta V-myndavélar, eina Insta360 Pro-vél, persónulega þjálfun og var þeim innan handar við lausn vandamála sem upp komu.
7,4 milljón
birtingar
Stafræn kortlagning fegurðar Bútan
Áður en Street View kom til sögunnar var Bútan hvorki með sérfræðiþekkinguna né búnaðinn sem þarf til að tengjast mögulegum gestum sem gerði ferðamönnum erfitt fyrir að skipuleggja ferðir. Núna geta allir – allt frá búddistapílagrímum til mögulegra gesta – séð virkisklaustur Thimpu og ósnortin þorpin í Punakha í sýndarveruleika.
Um leið og þetta er áfangi í áætlun stjórnvalda um að ná til umheimsins þá er þetta einnig skref fram á við í stafrænni þróun Bútan í átt að upplýsinga- og fjarskiptatæknisamfélagi.
Fjölfarnari bútanskur vegur
Snjallleiðsögn Street View hefur opnað heitan reit fyrir ferðamenn um allan heim og gefið þeim frelsi til að velja og upplifa. Aðgengi að 360 gráðu myndefni í rauntíma og sýndarferðum um staði hefur hjálpað gestum að setja sér markmið og væntingar og haga ferðum sínum í samræmi við það.
Útgáfa Bútan af Google Street View hefur hjálpað landinu sjálfu og einstaklingum um allan heim. Landmælingamenn, fyrirtæki, opinberar stofnanir, menntastofnanir og aðrir geta notað það til að bæta þjónustu sína.
-
Dorji Dhradhul, framkvæmdastjóri ferðamálaráðs Bútan
Þar sem búið er að bæta 500 nýjum fyrirtækjum við Street View og gera 4000 uppfærslur á kortum Bútan, þá hafa landsmenn einnig notið góðs af framtakinu, allt frá umferðarupplýsingum í rauntíma og tillögum að leiðum að betri auglýsingu fyrir fyrirtæki í landinu.
Betra útsýni með Street View
Auk þess að ná til umheimsins hefur Street View-verkefni stjórnvalda reynst mjög gagnlegt þegar kemur að skipulagningu þróunarverkefna. Að mynda landsvæði sem hafa verið hulin annarra augum svo öldum skiptir markar upphaf viðhaldsáætlunar um arfleifð Bútan. Með gögnum frá Street View er hægt að fylgjast með ástandi vega og laga þá ef þörf krefur.
Fleiri og fleiri ferðamenn eru að uppgötva Bútan. Aðeins um tuttugu bæir hafa verið kortlagðir eða um 38.394 km². Áætlanir eru þó uppi um reglulegar kortauppfærslur meðfram innviðauppbyggingu og ljóst að Street View-verkefnið er rétt að byrja.
Street View tengir litla heima á stóra vegu. Með því að svipta hulunni af földum gersemum þá getur það gjörbreytt vegferð lands og átt stóran þátt í þróun þess.
Skoða meira