Hér má finna svör við algengum spurningum sem okkur berast um persónuvernd, t.d. hvaðerugögn? Skoðaðu einnig persónuverndarstefnuna ef þú vilt fá frekari upplýsingar.
Persónuvernd þín á Google
Staðsetningin þín
Veit Google hvar ég er?
Í hvert sinn sem þú notar internetið geta forrit og vefsvæði áætlað nokkurn veginn hvar þú ert og þetta á einnig við um Google. Google gæti einnig vitað nákvæma staðsetningu þína en það fer eftir stillingum tækisins. (Sjá Hversu nákvæm er staðsetningin mín?)
Þegar þú leitar á Google, t.d. í Leit, Kortum eða Google hjálparanum, er mögulegt að staðsetning þín hverju sinni sé notuð til að birta þér gagnlegri niðurstöður. Ef þú leitar t.d. að veitingastöðum eru gagnlegustu niðurstöðurnar líklega þær sem sýna veitingastaði í nágrenni við þig.
Hvernig get ég slökkt og kveikt á staðsetningu?
Þegar þú leitar á Google mun Google alltaf áætla svæðið sem þú ert á þegar þú leitar. Google getur áætlað staðsetningu þína út frá IP-tölu tækisins sem þú notar og öllum nettengdum forritum og vefsvæðum. Sjá nánar í Hvernig veit Google hvar ég er?.
Þú getur ráðið því hvort þú sendir nákvæma staðsetningu þína þegar þú notar Google með því að kveikja eða slökkva á staðsetningarheimildum fyrir stök forrit eða vefsvæði og fyrir tækið þitt.
Ef þú skráir heimilisfangið þitt eða heimilisfang vinnu og Google áætlar að þú sért heima eða í vinnunni er nákvæmt heimilisfang notað þegar þú leitar.
Hversu nákvæm er staðsetningin mín?
Svæðið sem þú ert á
Þegar þú leitar á Google mun Google alltaf áætla svæðið sem þú ert á þegar þú leitar. Þetta gerir Google kleift að birta þér viðeigandi niðurstöður og verja reikninginn þinn með því að greina óvenjulega virkni, svo sem innskráningu í nýrri borg.
Svæðið sem Google áætlar er stærra en 3 ferkílómetrar og innan þess eru í það minnsta 1000 notendur. Þetta stuðlar að aukinni persónuvernd og ekki er hægt að persónugreina þig út frá svæðinu sem þú ert á.
Nákvæm staðsetning
Google getur notað nákvæma staðsetningu þína ef þú heimilar það. Google þarf t.d. að nota nákvæma staðsetningu til að skila áreiðanlegum niðurstöðum fyrir leitir á borð við „ís nálægt mér“ eða „nákvæm gönguleiðarlýsing í verslun“.
Nákvæm staðsetning er staðurinn sem þú ert á, s.s. tiltekið heimilisfang.
Hvernig veit Google hvar ég er?
Staðsetning er áætluð með því að nota upplýsingar úr ýmsum áttum.
IP-tala tækisins
IP-tölur eru gróflega byggðar á staðsetningu, svipað og símanúmer og svæðisnúmer. Þetta þýðir að öll forrit og vefsvæði sem þú notar, þ. á m. google.com, geta áætlað svæðið sem þú ert á út frá IP-tölunni þinni. Netþjónustan úthlutar tækinu þínu IP-tölu en hún er nauðsynleg til að hægt sé að nota internetið.
Staðsetning tækisins
Ef þú leyfir forriti eða vefsvæði frá Google að nota staðsetningu tækisins er hægt að nota þær upplýsingar til að áætla hvar þú ert. Flest tæki eru búin stýrikerfi með innbyggðum staðsetningarstillingum sem yfirleitt má finna í stillingum tækisins.
Aðgerðir þínar á Google
Google getur áætlað svæðið sem þú ert á út frá fyrri leitum á Google. Ef þú leitar t.d. oft að „pizza í Reykjavík“ má áætla að þú viljir fá niðurstöður í Reykjavík.
Merktu staðirnir þínir
Ef þú skráir heimilisfangið þitt eða heimilisfang vinnu getur Google notað þær upplýsingar til að áætla staðsetningu þína. Ef þú skráir t.d. heimilisfangið þitt og IP-talan þín, fyrri aðgerðir eða aðrar staðsetningarupplýsingar benda til þess að þú sért nálægt heimili þínu munum við nota staðsetningu heimilisins til að áætla staðsetningu þína.
Hver getur séð staðsetninguna mína?
Þú ræður. Ef þú notar staðsetningardeilingu Google geturðu deilt staðsetningu þinni í rauntíma með vinum og vandamönnum í öllum forritum og vefsvæðum Google.
Athugaðu hvort þú sért að deila staðsetningu þinni
Sjálfgefið er slökkt á staðsetningardeilingu. Ef þú vilt deila staðsetningu þinni í rauntíma þarftu að velja og staðfesta hverjum þú vilt deila henni með og hversu lengi. Þú getur hætt að deila staðsetningu þinni hvenær sem er.
Sjá nánar í Staðsetningu deilt með öðrum í rauntíma.
Deiling á Google
Hvað getur annað fólk séð þegar ég deili á Google?
Upplýsingarnar sem aðrir geta séð um þig í forritum og á vefsvæðum Google fara eftir því hverju og hvernig þú deilir:
Opinber deiling
Ef þú ert þátttakandi í forritum á borð við Google kort geta aðrir séð nafnið þitt og myndina þína. Ef þú gefur t.d. uppáhaldsísbúðinni þinni einkunn geta aðrir séð einkunnina, nafnið þitt og myndina þegar þeir skoða viðkomandi ísbúð í Google kortum.
Lokuð deiling
Þegar þú deilir efni með öðrum, t.d. myndum, myndskeiðum og skjölum, geta viðkomandi séð nafnið þitt og myndina til viðbótar við efnið sem þú deilir.
Hugsaðu þig vandlega um áður en þú deilir efni með öðrum og íhugaðu hvers konar aðgang þú ert að veita. Þegar þú deilir t.d. aðgangi að möppum í Google Drive eða að albúmum í Google myndum er mögulegt að fólk hafi áframhaldandi aðgang að nýju efni sem þú bætir við.
Hverjir geta séð það sem ég deili, t.d. myndir, myndskeið og skjöl?
Þú getur valið að deila tilteknu efni með öðru fólki í forritum og á vefsvæðum Google sem þú notar.
Hafðu í huga að þegar þú deilir efni getur annað fólk endurdeilt því, jafnvel í forritum og á vefsvæðum utan Google.
Þú getur eytt efninu þínu af reikningnum þínum hvenær sem er en það eyðir ekki afritum sem þú hefur þegar deilt með öðrum.
Íhugaðu vandlega hvaða efni þú deilir og deildu aðeins með fólki sem þú treystir.
Deilir Google persónuupplýsingunum mínum með öðrum?
Við deilum persónuupplýsingunum þínum ekki með fyrirtækjum, stofnunum eða einstaklingum utan Google nema í einstökum tilvikum þegar okkur ber skylda til þess samkvæmt lögum.
Ef þú ert með Google reikning í gegnum skólann þinn (Google Workspace for Education reikning) hefur skólastjórnandinn sem hefur umsjón með reikningnum þínum aðgang að upplýsingunum þínum.
Aðgangur skólastjórnenda
Mögulegt er að skólastjórnandinn hafi aðgang að upplýsingum og geti gert eftirfarandi á Google Workspace for Education reikningnum þínum:
- Fengið aðgang að og haldið eftir upplýsingum sem geymdar eru á reikningnum þínum, t.d. tölvupósti
- Skoðað tölfræðiupplýsingar um reikninginn þinn, t.d. hversu mörg forrit þú setur upp
- Breytt aðgangsorði reikningsins
- Lokað fyrir aðgang þinn að reikningnum, tímabundið eða varanlega
- Sótt reikningsupplýsingar þínar í því skyni að fylgja gildandi lögum, reglugerðum og lagalegum ferlum eða til að framfylgja stjórnsýsluákvæðum
- Takmarkað getu þína til að eyða eða breyta upplýsingunum eða persónuverndarstillingunum þínum
Ástæður þess að Google gæti deilt upplýsingum frá þér
Þegar þú gefur okkur leyfi
Ef þú notar til dæmis Google hjálparann til að panta pizzu biðjum við um leyfi frá þér áður en við deilum nafninu þínu eða símanúmerinu með veitingastaðnum. Sjá nánar í Svona hjálpar Google þér að deila gögnum á öruggan hátt með forritum og þjónustum þriðju aðila.
Með lénsstjórum, eins og lýst er hér að ofan.
Til ytri úrvinnslu: Við afhendum fyrirtækjum sem við eigum í samstarfi við persónuupplýsingar til úrvinnslu samkvæmt fyrirmælum frá okkur. Við fáum t.d. önnur fyrirtæki til að aðstoða okkur við notendaþjónustu og verðum að deila persónuupplýsingum með þeim svo að hægt sé að svara spurningum notenda.
Af lagalegum ástæðum
Við deilum persónuupplýsingum utan Google ef við teljum að það sé nauðsynlegt til að:
- Fara að gildandi lögum, reglugerðum og lagalegum ferlum eða til að framfylgja stjórnsýsluákvæðum.
- Framfylgja gildandi þjónustuskilmálum, þar á meðal til að rannsaka hugsanleg brot gegn þeim.
- Greina, koma í veg fyrir eða bregðast á annan hátt við svikum, öryggisbrotum eða tæknivandamálum.
- Verja réttindi, eignir og öryggi Google, notenda okkar eða almennings fyrir skemmdarverkum, eins og lög mæla fyrir um og leyfa.
Gögn og sérstillingar
Hvaða gögnum safnar Google um mig?
Þegar þú notar forrit og vefsvæði Google söfnum við upplýsingum sem eru nauðsynlegar til að veita viðkomandi þjónustu, sjá til þess að hún gagnist þér betur og af öðrum ástæðum sem lesa má um í Hvers vegna safnar Google gögnum?.
Þú getur breytt stillingunum þínum til að takmarka gögnin sem við söfnum og hvernig gögnin eru notuð. Þú getur t.d. slökkt á YouTube ferlinum ef þú vilt ekki að við vistum hann á Google reikningnum þínum. Sjá Hvernig get ég ákveðið hvað Google vistar?
Hvað eru gögn?
Persónuupplýsingar eru t.d. persónugreinanlegar upplýsingar sem þú gefur upp á borð við nafn eða netfang. Til þeirra teljast einnig önnur gögn sem Google getur með einhverju móti tengt við þig, svo sem upplýsingar sem tengjast þér á Google reikningnum þínum.
Persónuupplýsingar eru tvenns konar:
Það sem þú býrð til eða lætur í té
Þegar þú stofnar Google reikning læturðu okkur í té persónuupplýsingar á borð við nafnið þitt og aðgangsorð.
Þú getur einnig vistað efni sem þú býrð til, hleður upp eða færð frá öðrum, svo sem tölvupóst og myndir.
Það sem þú gerir á Google
Við söfnum upplýsingum um notkun þína á þjónustum okkar til að bæta upplifunina við notkun þeirra. Þetta kann að fela í sér leitarfyrirspurnir, myndskeið sem þú horfir á, fólkið sem þú átt í samskiptum við eða deilir efni með og Chrome vafraferilinn þinn.
Við söfnum upplýsingum um forrit, vafra og tæki sem þú notar til að fá aðgang að Google þjónustum. Þetta hjálpar okkur að bjóða upp á eiginleika, t.d. að minnka birtustig skjásins þegar lítil hleðsla er á rafhlöðunni.
Við vinnum úr staðsetningu þinni, m.a. þegar þú notar eiginleika á borð við nákvæma leiðarlýsingu. Frekari upplýsingar eru í hlutanum Staðsetning.
Hvers vegna safnar Google gögnum?
Við söfnum upplýsingum sem eru nauðsynlegar til að veita þjónustur okkar, sjá til þess að þær gagnist þér betur og af öðrum ástæðum sem lesa má um í „Við notum gögn í eftirfarandi tilgangi“.
Google kort geta t.a.m. hjálpað þér að rata á milli staða og komast um leið hjá umferðarteppum vegna þess að forritið notar bæði upplýsingar um staðsetningu þína (gögnin þín) og opinber gögn (kort og upplýsingar um opinbera staði).
Við notum gögn í eftirfarandi tilgangi
Til að veita þjónusturnar okkar
Við notum gögn til að veita þjónustur okkar, svo sem til að vinna úr leitarfyrirspurnum til að geta birt niðurstöður.
Til að viðhalda og bæta þjónustur okkar
Gögn hjálpa okkur að viðhalda og bæta þjónustur okkar. Við getum til dæmis fylgst með þjónustutruflunum. Einnig getum við bætt villuleit í þjónustum okkar ef við getum áttað okkur á því hvaða leitarfyrirspurnir eru oftast stafsettar rangt.
Til að þróa nýjar þjónustur
Gögn auðvelda okkur að þróa nýjar þjónustur. Upplýsingar um hvernig fólk skipulagði myndirnar sínar í Picasa, fyrsta myndaforritinu frá Google, hjálpuðu okkur til dæmis við að hanna Google myndir.
Til að sérsníða þjónustu okkar, þ.m.t. efni og auglýsingar
Við notum gögn til að sérsníða efni, t.d. tillögur að myndskeiðum sem gætu höfðað til þín. Við kunnum að birta þér auglýsingar sem eru sérsniðnar að áhugasviði þínu en það fer eftir stillingunum þínum og aldri.
Til að mæla afköst
Við notum gögn einnig til að mæla afköst og fá upplýsingar um það hvernig þjónustur okkar eru notaðar
Til að eiga í samskiptum við þig
Við kunnum að nota netfangið þitt til að senda þér tilkynningu ef við greinum grunsamlega virkni
Til að vernda Google, notendur okkar og almenning
Við notum gögn til að gæta að öryggi fólks á netinu, t.d. með því að greina og koma í veg fyrir svik
Hvernig notar Google gögn til að sérsníða efni?
„Sérsnið“ þýðir að við notum upplýsingarnar sem við söfnum til að sníða forrit okkar og vefsvæði að þínum þörfum, til dæmis:
- Til að birta tillögur að myndskeiðum sem gætu höfðað til þín
- Til að birta ábendingar um öryggi í samræmi við það hvernig þú notar forrit og vefsvæði Google (sjá nánar í Öryggisskoðun)
Við notum gögn einnig til að sérsníða auglýsingar nema slökkt sé á stillingunni eða notandinn sé í aldurshópi sem ekki má sérsníða auglýsingar fyrir.
Sérsníður Google auglýsingarnar sem ég sé?
Við reynum að birta eins gagnlegar auglýsingar og mögulegt er. Við sérsníðum hins vegar ekki auglýsingar fyrir ákveðna aldurshópa eða fyrir fólk sem hefur slökkt á sérsniðnum auglýsingum.
Við getum þó birt gagnlegar auglýsingar án þess að sérsníða þær. Sem dæmi um það gætirðu séð auglýsingu frá fyrirtæki sem selur strigaskó ef þú skoðar síðu með niðurstöðum fyrir leitarfyrirspurnina „nýir skór“. Auglýsingin kann að byggjast á almennum þáttum á borð við tíma dags, almenna staðsetningu og efni síðunnar sem þú ert að skoða.
Þú ert við stjórnvölinn
Hvernig stjórna ég því hvað Google vistar á reikningnum mínum?
Þegar þú notar Google þjónustu á borð við Myndir geturðu valið að stilla hvort þú vilt taka afrit af eða samstilla myndirnar þínar.
Þú getur einnig valið um stillingar sem sérsníða upplifun þína í öllum forritum og á öllum vefsvæðum Google. Vef- og forritavirkni og YouTube ferill eru meðal þeirra helstu.
Þegar kveikt er á þessum stillingum:
- Eru upplýsingar um notkun þína á forritum og vefsvæðum Google vistaðar á Google reikningnum þínum
- Eru vistaðar upplýsingar notaðar til að sérsníða upplifun þína á Google
Vef- og forritavirkni
Vistar það sem þú gerir á vefsvæðum og í forritum Google, svo sem í Leit og Kortum, ásamt tengdum upplýsingum á borð við staðsetningu. Hún vistar einnig samstilltan Chrome feril og aðgerðir á vefsvæðum, í forritum og tækjum sem nota Google þjónustur.
Virkni þín er notuð til að bjóða þér upp á hraðari leit, betri tillögur og sérsniðnari upplifun í Kortum, Leit og öðrum Google þjónustum.
YouTube ferill
Vistar vídeóin sem þú horfir á og það sem þú leitar að þegar þú notar YouTube.
YouTube ferillinn er notaður til að sérsníða upplifun þína í YouTube og öðrum forritum, t.d. leitarniðurstöður.
Hvernig eyði ég aðgerðagögnunum mínum?
Þú getur eytt gögnum sem eru vistuð á Google reikningnum þínum. Gögn sem þú velur að eyða varanlega eru fjarlægð úr kerfum okkar. Ítarleg ferli okkar sjá til þess að þessi gögn séu fjarlægð að öllu leyti af þjónum okkar eða aðeins geymd þannig að ekki sé hægt að tengja þau við þig.
Skoðaðu Mínar aðgerðir til að sjá hvaða aðgerðir eru vistaðar á Google reikningnum þínum, t.d. það sem þú leitar að, lest eða horfir á. Þú getur eytt tilteknum aðgerðum eða öllum aðgerðum innan ákveðins tímabils.
Nú geturðu valið að láta eyða aðgerðunum þínum sjálfkrafa.
Hvernig sæki ég efnið mitt?
Efnið þitt er t.d. tölvupóstur, myndir, myndskeið, skjöl, töflureiknar, ummæli, tengiliðir og dagatalsviðburðir.
Farðu á „Sækja gögn“ til að geyma efnið þitt — annað hvort til að taka öryggisafrit af því eða flytja það til annars fyrirtækis ef þú vilt prófa að nota aðra þjónustu.
Hvaða stýringar get ég notað þegar ég er útskráð(ur)?
Þú hefur aðgang að stýringum sem gera þér kleift að stjórna notkun þinni á Google, jafnvel þótt þú sért útskráð(ur). Þegar þú ert útskráð(ur) skaltu fara á g.co/privacytools til að breyta þessum stillingum:
Sérsniðin leit
Notar það sem þú hefur leitað að á Google í þessum vafra til að birta gagnlegri niðurstöður og tillögur.
Leitar- og áhorfsferill á YouTube
Notar virkni þína á YouTube, til dæmis vídeó sem þú horfir á og það sem þú leitar að, til að sérsníða YouTube að þér.
Þú getur einnig lokað á sum eða öll fótspor í vafranum þínum en það gæti orðið til þess að tilteknir eiginleikar á netinu hætti að virka. Sem dæmi fara mörg vefsvæði fram á að notendur leyfi fótspor þegar þeir skrá sig inn.
Útskráðir notendur hafa einnig val um það hvort þeir vilji sjá sérsniðnar auglýsingar. Við sérsníðum þó aldrei auglýsingar fyrir tiltekna aldurshópa.