Reglur vottaðra Street View ljósmyndara
Þessar reglur eiga við um alla vottaða Street View-þátttakendur sem safna myndefni fyrir hönd viðskiptavina sinna til að nota í Google-vörum.
Reglur okkar um vottaða Street View-ljósmyndara taka til fjögurra sviða:
- Kröfur um gagnsæi: Upplýsingar sem þú þarft að deila með viðskiptavinum þínum
- Bönnuð vinnubrögð: Það sem þú mátt ekki gera ef þú vilt birta eða hafa umsjón með myndefni sem hlaðið er upp í Google-vörur fyrir hönd viðskiptavina þinna.
- Reglur um mörkun: Hver er viðeigandi notkun á mörkunarþáttum Google
- Gæðakröfur: Hvernig þú þarft að haga Google-auglýsingareikningum viðskiptavina þinna
Kröfur um gagnsæi
Svo viðskiptavinir geti að fullu nýtt sér ávinning þess að hlaða upp myndefni í Google-vörur þurfa þeir að hafa réttar upplýsingar til að taka upplýstar ákvarðanir. Því krefjumst við þess að allir vottaðir þátttakendur okkar viðhafi gagnsæi varðandi upplýsingar sem hafa áhrif á slíkar ákvarðanir. Auk þess að uppfylla kröfurnar sem taldar eru upp hér að neðan skulu vottaðir þátttakendur leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum aðrar tengdar upplýsingar þegar um þær er beðið.
Þegar þú selur öðrum ljósmyndaþjónustu þína er mikilvægt að þú leggir sömu áherslu á gagnsæi og að þú þekkir skyldur þínar og réttindi gagnvart öðru fólki, vörumerkjum og landslögum.
Þjónustugjöld og kostnaður
Þátttakendur í vottunarkerfinu innheimta oft umsýslugjald fyrir þá verðmætu þjónustu sem þeir veita og kaupendur myndefnis ættu að fá að vita hvort þeir þurfi að greiða slík gjöld. Tilkynntu nýjum viðskiptavinum í það minnsta um gjöld þín og kostnað með skriflegum hætti á sölureikningi fyrir hverja fyrstu sölu.
Það er sérstaklega mikilvægt fyrir kaupendur myndefnis með minni fjárráð -- sem hafa ekki endilega burði eða sérfræðiþekkingu stórra kaupenda myndefnis -- að vita við hverju þeir megi búast þegar þeir vinna með vottuðum Street View-ljósmyndara.
Heiðarleg framsetning
Sem þátttakandi í vottunarkerfi Street View er þér óheimilt að gefa til kynna að þú starfir hjá Google. Gefðu skýrt til kynna að þú starfir algjörlega sjálfstætt og tjáðu viðskiptavinum þínum að hlutverk Google takmarkist við birtingarþjónustu.
Einstaklingsábyrgð
Þó að birtar myndir séu yfirleitt sýnilegar í Google-kortum innan nokkurra sekúndna kann þeim að vera hafnað ef þær samræmast ekki reglum um efni notenda í Kortum eða þjónustuskilmálum Google-korta.
- Fjarlægi Google-kort myndefni sem var pantað er það á ábyrgð ljósmyndarans og eigenda fyrirtækisins að leysa málið.
- Við mælumst til þess að ljósmyndarar lagfæri eða skipti út myndum sem brjóta gegn reglum okkar og tryggi þannig samþykki Google-korta – að öðrum kosti endurgreiði þeir viðskiptavininum að fullu ef ekki tekst að leysa málið.
Eignarhald mynda
Við mælum með því að í viðskiptum ljósmyndara og eigenda fyrirtækja geri aðilarnir með sér skriflegan samning um skilmála, ábyrgð og framtíðareignarhald.
- Ákvarðið hver skuli vera eigandi myndefnis að tökum loknum. Ef ljósmyndarinn heldur eignarréttinum skal ganga úr skugga um að eigandi fyrirtækisins sé meðvitaður um það hvernig nota megi myndefnið án þess að brjóta á höfundarrétti ljósmyndarans. Ekki skal birta sömu myndina tvisvar á sitthvorum reikningum (til dæmis reikningi ljósmyndarans og reikningi eiganda fyrirtækisins).
Fylgni við lög
Gættu þess að fylgja öllum gildandi lögum í þjónustu við viðskiptavini. Ekki veita rangar upplýsingar um hæfni þína eða gæði þeirrar vinnu sem þú innir af hendi. Einnig skal gæta þess að njóta viðeigandi tryggingaverndar m.t.t. þeirrar vinnu sem þú hefur verið ráðinn til að inna af hendi.
Sýnileiki mynda
Google raðar myndum í Google-kortum án tillits til nokkurra samninga milli þriðju aðila, þ. á m. samninga á milli eigenda fyrirtækja og ljósmyndara. Að eigandi fyrirtækis hafi greitt atvinnuljósmyndara fyrir myndatöku hefur engin áhrif á það hvernig myndefni er birt eða raðað í Google-kortum.
Engir hagsmunaárekstrar
Sum Google-forrit — einna helst Leiðsögumenn — krefjast þess að þú takir þátt án þess að gera það sem fagaðili (t.d. að þú fáir ekki greitt fyrir efnið sem þú leggur til). Ef þú býður upp á þjónustu gegn greiðslu (eins og að markaðssetja þig sem vottaða Street View-þjónustu) er mikilvægt að þú blandir þeirri fagþjónustu ekki saman við aðra þjónustu sem þú veitir ekki sem fagmaður sem gefur í skyn hlutleysi (eins og getu þína til að birta einkunn eða umsögn sem leiðsögumaður).
Viðeigandi notkun á Google vörumerkjunum
Einungis vottaðir ljósmyndarar og fyrirtæki geta notað Street View-vörumerki Google-korta og vottunarmerkið við markaðssetningu. Sem vottuðum ljósmyndara bjóðum við þér að nýta þér þau þér til framdráttar. Vottaðir fagaðilar geta notað vottunarmerkið, orðmerkið og vörumerki á borð við Google-kort, Street View eða önnur tengd lógó. Hér að neðan eru talin upp nokkur atriði um hvað þú mátt og mátt ekki gera. Ef þú telur að brotið sé gegn leyfilegri notkun á vörumerkjum Google geturðu tilkynnt það hér. Fyrir allar aðrar vörumerkjaeignir Google geturðu tilkynnt óviðeigandi notkun hér.
Notkun vottunarmerkis
- Notaðu aðeins vottunarmerkið og mörkunarþætti ef þú ert vottaður meðlimur Street View-vottunarkerfisins.
- Hvar sem þú birtir vottunarmerkið skaltu gera það á hvítum bakgrunni með nægu rými í kring.
- Þú skalt einungis nota vottunarmerkið í tengslum við nafnið þitt eða heiti og lógó fyrirtækisins þíns.
- Þú mátt nota vottunarmerkið og mörkunarþætti á vefsvæðum, í kynningum, á fyrirtækjafatnaði og prentuðu söluefni.
- Passaðu að vottunarmerkið og mörkunarþættirnir séu ekki mest áberandi á síðunni/fatnaðinum.
- Ekki breyta neinum vottunarmerkjum, lógóum eða orðmerkjum Google-korta eða Street View, þ.m.t. bæta við grafík, teygja á myndum eða þýða þær.
- Ekki nota vottunarmerkið á villandi eða móðgandi hátt. Það á t.d. við um notkun merkja þannig að gefið sé í skyn að Google mæli með tiltekinni vöru eða þjónustu.
Þegar þú selur þjónustu þína
- Bjóddu upp á 360 myndir í þjónustu fyrirtækisins.
- Ekki villa á þér heimildir eða fela að þú sért hluti af vottunarkerfinu þegar þú átt í samskiptum við fyrirtæki.
- Ekki blanda neinni þjónustu sem þú býður (til dæmis ef þú markaðssetur þig sem vottaða Street View-þjónustu) saman við aðild þína að Leiðsögumönnum.
Að marka vefsvæðið þitt
- Ekki nota Google, Google-kort, Street View, vottunarmerki eða nokkuð annað Google-vörumerki, eða neitt sem líkist því, í heiti léns.
- Þú mátt birta vottunarmerkið á vefsvæðinu þínu.
Ökutækjamerking
- Þú mátt aðeins nota eigið vörumerki og lógó á ökutækjum.
- Ekki birta neina mörkunarþætti Google, þar á meðal Street View-táknið, merkið og lógóið, á ökutækjum.
Merki efst/neðst á 360 gráðu myndum
- Notaðu lógó/heiti fyrirtækisins í viðkomandi stærð efst eða neðst. Skoðaðu reglurnar til að sjá skilyrðin fyrir hvert snið.
- Þegar þú notar merki neðst á myndinni eða á þaki ökutækisins verður þú að:
- hafa leyfi til að nota merkið.
- sýna aðeins efni sem er viðeigandi (til dæmis kynningu á ferðaþjónustu á staðnum) eða sem takmarkast að öðru leyti við tilvísun.
- Þegar um kostun eða tilvísun er að ræða verður merkingin:
- að vera án nokkurra vörumerkjaþátta frá Google.
- að vera án auglýsingamynda eða -texta (nema slíkt tengist staðnum sem sýndur er).
- að innihalda orðin „kostað af“ eða sambærilega fullyrðingu á öðru tungumáli.
- Ekki nota vottunarmerkið eða aðrar merkingar Google efst eða neðst á 360 myndum (þar á meðal á þakmyndum sem myndavélin gæti numið).
Auk þessara leiðbeininga skaltu gæta þess að fylgja reglum Google um rétta notkun, mörkunarskilmálum, reglum um landfræðilega notkun og öllum öðrum notkunarleiðbeiningum fyrir vörumerki Google.
Að auglýsa fyrirtækið þitt í Google Ads
Ef þú vilt geturðu auglýst fyrirtækið þitt í Google Ads með því að notast við „vottaður ljósmyndari“ í auglýsingunum þínum. Athugaðu að þér er ekki heimilt að nota Street View-vörumerkið eitt og sér eða nokkurt annað Google-vörumerki í auglýsingunum þínum.
Að marka Google fyrirtækjaprófílinn þinn
Ef þú ert með Google-fyrirtækjaprófíl er ætlast til þess að þú virðir reglur um Google-fyrirtækjaprófíl og sér í lagi leiðbeiningar um hvernig kynna skuli fyrirtækið á Google.
Ekki nota Google, Google-kort, Street View eða neitt annað Google-vörumerki — eða neitt sem líkist því, í nafni Google-fyrirtækjaprófílsins þíns.
Þú mátt hlaða vottunarmerkinu þínu upp á prófílinn þinn þegar þú hefur fengið vottun.
Athugaðu: Ef þú fylgir ekki þessum leiðbeiningum gætirðu misst stöðu þína í kerfinu og réttinn til að nota vottunarmerkið og aðra mörkunarþætti.
Gæðakröfur fyrir vottað myndefni
Myndgæði
- 7,5 MP eða stærri (3.840 x 1.920 px)
- 2:1 myndhlutfall
- Engar eyður í myndinni kringum sjóndeildarhringinn
- Engar stórvægilegar samskeytavillur
- Fullnægjandi smáatriði á ljósum/dökkum svæðum
- Skerpa: ekki óskýr vegna hreyfingar, í fókus
- Engin truflandi áhrif eða síur, þ.m.t. á ilpunkti myndar
Tengigeta
- Allar tengdar 360 myndir verða að hafa skýra sjónlínu
- Taktu myndir með 1 metra millibili innandyra og 3 metra millibili utandyra
- Auktu líkurnar á að tengjast okkur með því að láta safnið þitt ná yfir götu
Áreiðanleiki
- Samþykki fyrir því að sýna fólk og staði
- Landfræðilega rétt staðsetning
- Engin tölvugerð rými eða sérstök áhrif, þ.m.t. speglun eða teyging myndar
- Engar merkingar handan ilpunktssvæðis
- Ekkert hatursfullt eða ólöglegt efni
Bönnuð vinnubrögð
Óviðeigandi efni
Upplýsingar um bannað efni og efni með takmörkunum er hægt að finna í reglum um efni frá notendum í Kortum.
Þú getur tilkynnt óviðeigandi efni með tenglinum „Tilkynna vandamál“.
Falskar, villandi eða óraunhæfar staðhæfingar
Við viljum að viðskiptavinir vottaðra Street View-ljósmyndara taki upplýstar ákvarðanir um samstarf við vottaða Street View-ljósmyndara, sem þýðir að þú þarft að segja satt og rétt frá þegar þú lýsir fyrirtæki þínu, þjónustu, kostnaði sem tengist þjónustunni og þeim niðurstöðum sem viðskiptavinir þínir mega búast við. Ekki bera fram falskar, villandi eða óraunhæfar staðhæfingar.
Dæmi:
- að halda því ranglega fram að þú tengist Google
- að ábyrgjast efstu stöðu í Google Street View eða Google-kortum
Áreitni, móðgandi eða ótraustvekjandi hegðun
Viðskiptavinir Street View ættu að fá eins góða þjónustu frá Street View-ljósmyndara og þeir fengju ef þeir ynnu beint með Google. Ekki beita áreitni, eða móðgandi eða ótraustvekjandi aðferðum gagnvart mögulegum eða núverandi viðskiptavinum.
Dæmi:
- að hringja ítrekað óumbeðið í mögulega viðskiptavini
- að beita auglýsanda óviðeigandi þrýstingi um að skrá sig eða halda áfram viðskiptum við stofuna þína
- að biðja aðra um að taka Google vottunarpróf fyrir þína hönd
- vefveiðar
- að bjóða Google Ads-afsláttarmiða gegn greiðslu
Um reglurnar okkar
Mikilvægt er að þú kynnir þér og fylgist með reglum vottaðra Google Street View-ljósmyndara. Ef við teljum að þú brjótir reglur okkar kunnum við að hafa samband við þig til að framkvæma ítarlega yfirferð á aðgerðum þínum og krefjast úrbóta. Ef um alvarleg eða ítrekuð brot er að ræða kunnum við að útiloka þig frá vottunarkerfinu og hafa samband við viðskiptavini þína til að tilkynna þeim um það. Við kunnum einnig að banna að þú leggir þitt af mörkum til vara Google-korta.
Þessar reglur eru viðbót við alla fyrirliggjandi skilmála og reglur sem kunna að eiga við um þriðju aðila, þar á meðal þessar:
Hvað gerist ef þú brýtur gegn reglum
Endurskoðun á reglufylgni: Við kunnum að athuga hvort fyrirtækið þitt fari eftir reglum vottaðra Street View-ljósmyndara hvenær sem er. Ef við höfum samband við þig til að biðja um upplýsingar sem tengjast reglufylgni ber þér að bregðast tímanlega við og grípa strax til þeirra úrbóta sem þarf til að fylgja reglum okkar. Við kunnum einnig að hafa samband við viðskiptavini þína til að sannreyna reglufylgni.
Tilkynning um brot á reglum: Ef við teljum að þú brjótir gegn reglum vottaðra Street View-ljósmyndara höfum við yfirleitt samband við þig til að krefjast úrbóta. Ef þú grípur ekki til umbeðinna úrbóta innan þess tímaramma sem er gefinn upp gætum við gripið til refsiaðgerða. Ef um alvarleg eða ítrekuð brot er að ræða kunnum við að grípa til aðgerða án tafar og fyrirvaralaust.
Tímabundin útilokun frá þjónustum fyrir þriðju aðila: Þátttaka þín í þjónustum þriðju aðila hjá Google, eins og Google Street View-vottun, grundvallast á því að farið sé eftir reglum vottaðra Street View-ljósmyndara og kann að vera takmörkuð eða á hana lokað tímabundið ef við teljum að þú brjótir gegn reglum okkar eða ef þú sýnir ekki samstarfsvilja við rannsókn okkar á því hvort fyrirtækið þitt fari eftir reglum.
Tímabundin lokun á Kortareikningi: Við kunnum að loka Google-kortareikningnum þínum tímabundið ef þú fremur alvarlegt brot á reglum. Ef um er að ræða ítrekuð eða sérstaklega alvarleg brot á reglum kann Google-kortareikningnum þínum að vera lokað fyrir fullt og allt, þannig að þú getir ekki lengur lagt til Google-korta. Enn fremur kunnum við að hafa samband við viðskiptavini þína til að tilkynna þeim um það.
Tilkynna brot á reglum þriðja aðila
Heldurðu að samstarfsaðili sem er þriðji aðili sé að brjóta gegn þessum reglum? Láttu okkur vita: