Vertu á verði gegn misnotkun og svindli
Vertu á varðbergi gagnvart heimsóknum eða tenglum frá fólki sem segist vera starfsmenn Google sem bjóða upp á ýmsa aðstoð og mynda- eða gagnauppfærslur af hvaða tagi sem er. Við ítrekum að samstarfsfyrirtæki hafa ekki heimild til að tala fyrir hönd Google og verða að kynna sig sem sjálfstæða verktaka.
Við mælum sterklega með því að þú gefir slíkum sambandstilraunum fyrir hönd Google engan gaum, sama hvaða ástæður kunna að liggja þar að baki, t.d. þær sem nefndar eru hér að neðan:
- Tilboð um þjónustu/þjálfun fyrir hönd Google í mælingar, stafræna miðla, tilkynningar um stafrænar nýjungar/nýja stafræna verkvanga og nýjar viðskiptastefnur, s.s. efnisráðgjöf o.s.frv.
- Loforð sem samræmast ekki venjulegri starfsemi hjá Google-þjónustum, eins og að tryggja áberandi auglýsingadálk í Google Street View eða Google-kortum og Leit;
- Þrýstingur á samningsaðila með sífelldum símhringingum eða hótunum um að fjarlægja efni af verkvöngum Google.
Það er mikilvægt að vita að Google ræður ekki ljósmyndara eða auglýsingastofur heldur útvegar eingöngu lista yfir vottaða fagþjónustu (fagfólk með vottaða Street View-viðurkenningu) sem er hæf til að nota vottuð forrit í markaðstilgangi. Þetta er sjálfstætt starfandi fagfólk og allir samningar eru gerðir án aðkomu Google. Þetta fagfólk verður að framfylgja reglum vottaðra Street View-ljósmyndara.
Vertu á verði! Street View-vottað fagfólkmá ekki:
- Vísa til sjálfra sín sem starfsmanna Google eða bjóða þjónustu fyrir hönd Google;
- Setja vörumerki Google, t.d. Street View-táknið, merkið og/eða lógóið á ökutæki sín;
- Setja vöru- eða vottunarmerki Google, Google-korta og Street View í lénsheiti. Það sama gildir um Google-vörumerki og svipuð merki;
- Tryggja áberandi auglýsingadálk á Google Street View eða í Google-kortum;
- Þrýsta á auglýsanda að stofna reikning eða halda áfram að nota þjónustu auglýsingastofu sinnar;
- Bjóða Google Ads-afsláttarmiða í skiptum fyrir greiðslu;
- Tengja veitta þjónustu við aðrar ófaglegar aðgerðir sem gera ráð fyrir hlutleysi, t.d. að birta einkunnir eða umsagnir sem leiðsögumaður;
- Nota vottunarmerkið til að bjóða upp á ýmsar þjónustur tengdar forritinu, t.d. setja upp búnað til að mæla heimsóknir í verslun (vita) eða hver önnur verkfæri til að mæla árangur herferða, teymisþjálfun fyrir notkun stafrænna miðla, tilkynningar um stafrænar nýjungar/nýja stafræna verkvanga og nýjar viðskiptastefnur, efnisráðgjöf, prufuverkefni o.s.frv.
Street View-vottað fagfólkmá:
- Rukka fyrir þá þjónustu sem boðið er upp á;
- Birta eigið vörumerki og lógó á ökutæki fyrirtækis síns;
- Nota vottunarmerkið á fyrirtækjaprófílnum sínum;
- Nota vöru- og vottunarmerki á vefsvæðum, í kynningum, á fyrirtækjafatnaði og prentuðu söluefni.
Þú getur tilkynnt vandamál tengd Street View-vottuðum ljósmyndara með því að fylla út þetta eyðublað.
Okkur er mjög annt um öryggi notenda. Þess vegna takmörkum við notkun á vörumerkjum og verkvöngum Google. Enginn aðili hefur heimild til að:
- Nota vörumerki Google, t.d. Street View-táknið, innsigli og/eða lógó á fyrirtækjaökutækjum;
- Nota vörumerki Google, Google-korta og Street View, auðkenni vottaðrar fagþjónustu eða önnur Google-vörumerki eða slíkt í lénsheiti;
- Nota vörumerki Google, Google-korta og Street View, eða önnur Google vörumerki eða viðlíka á fatnað, (t.d. einkennisbúninga);
- Nota Google, Google-kort og Street View-vörumerkin, eða nokkur önnur Google-vörumerki eða viðlíka á sínum eigin Google-fyrirtækjaprófíl;
- Nota nein vörumerki Google, eða vottunarmerki, á þann hátt að það gefi í skyn að Google mæli með tiltekinni vöru eða þjónustu.