Kynntu þér hvenær, hvar og hvernig við söfnum 360 gráðu myndefni
Kynnstu fjölbreyttum hópi starfsfólks hjá Google Street View og kynntu þér hvernig við söfnum 360 gráðu myndefni til að búa til kort af heiminum.
Uppruni ljósmynda
Street View-myndir koma ýmist frá Google eða þátttakendum okkar.
Efni í eigu Google er merkt „Street View“ eða „Google kort“. Við gerum andlit og bílnúmeraplötur sjálfkrafa óskýrar í myndefni okkar.
Efni sem notendur leggja til fylgir smellanlegu/pikkanlegu reikningsheiti, og í sumum tilfellum prófílmynd.
Hér ætlum við að kortleggja í mánuðinum
Við keyrum og göngum um heiminn til að færa þér myndefni sem bætir upplifun þína og hjálpar þér að uppgötva heiminn í kringum þig. Ef þú vilt vinka teyminu okkar skaltu athuga hér að neðan hvenær það verður nálægt þér.
Dagsetning | Hverfi |
---|
Dagsetning | Hverfi |
---|
Ýmsir óviðráðanlegir þættir (veður, vegalokanir o.s.frv.) geta valdið því að bílarnir séu ekki á ferðinni eða að örlitlar breytingar verði. Hafðu einnig í huga að þar sem listinn tilgreinir tiltekna borg getur það falið í sér ýmsa minni borgir og bæi sem eru í grenndinni.
Floti sem er reiðubúinn að afhjúpa undur heimsins
Við höfum heimsótt ótrúlega staði í öllum sjö heimsálfunum og það er nóg eftir. Áður en við leggjum af stað hugum við að ýmsum þáttum, þ.m.t. landsvæðinu sem um ræðir, veðurfari og þéttleika byggðar til að manna verkið rétt og safna sem bestu myndefni.
Street View-bíll
Göngugarpur
Lætur kort lifna við
Þegar við höfum safnað myndefninu er tími til kominn að birta það á skjánum hjá þér. Hér er brot af því sem teymið okkar gerir á bakvið tjöldin.
-
Söfnun myndefnis
Í fyrsta lagi þurfum við að keyra um og taka myndir af stöðunum sem við viljum sýna í Street View. Við tökum tillit til margra þátta, þ. á m. veðurs og íbúafjölda tiltekinna svæða, þegar við ákveðum hvenær og hvar við getum safnað besta mögulega myndefninu.
-
Aðlögun myndefnis
Til að hver mynd fari á landfræðilega réttan stað sameinum við merki frá ýmsum skynjurum bílsins, þar á meðal gervihnattastaðsetningarkerfi (GPS) og mælum sem fylgjast með hraða og stefnu. Þannig getum við ákvarðað nákvæma leið bílsins og jafnvel hallað og aðlagað myndirnar eftir þörfum.
-
Myndum breytt í 360 myndir
Til að koma í veg fyrir eyður í 360 myndunum taka samliggjandi myndavélar myndir sem skarast ögn og síðan „saumum“ við myndirnar saman í eina 360 gráða mynd. Við beitum síðan sérstöku myndvinnsluferli til að draga úr því hversu áberandi samskeytin eru og búum til slétt og fellt myndefni.
-
Rétta myndin birt þér
Við fáum upplýsingar um fjarlægð byggingar eða hlutar með því að skoða hversu hratt leysigeislar bílsins endurvarpast af yfirborði hlutanna og þannig getum við útbúið þrívíddarlíkan af heiminum. Þegar þú færir þig á svæði í fjarska í Street View ákvarðar líkanið hver sé besta víðmyndin til að sýna þér af staðsetningunni.