Frá áhugamáli yfir á alþjóðasviðið - hvernig kortlagning Frönsku Pólýnesíu bætti líf heimamanna svo um munar.

Franska Pólýnesía - hvítar sandstrendur, aflíðandi gönguleiðir og heimsminjasvæði UNESCO gera hana að vinsælum áfangastað. Á meðan sumir láta sig dreyma um hana sá Christophe Courcaud einstakt tækifæri til að færa þessa paradís nær okkur og efla ferðaþjónustuna á Tahítí með Street View.

1.800 km

ljósmyndað

1.200.000

myndir

um

8K

skjáupplausnarvídeó

8+

eyjar

18

birt hótel

+450

fyrirtækjaskráningar
búnar til

Að blanda saman viðskiptum og skemmtun

Einlægur áhugi Christophe á Street View og hinum gullfallegu eyjum Frönsku Pólýnesíu var honum hvatning til að stofna Tahiti 360 árið 2019. Fyrirtækið sérhæfir sig í að ljósmynda 360 gráðu myndefni af stórum svæðum utandyra í Frönsku Pólýnesíu, þar á meðal af gönguslóðum og ströndum, og hlaða því upp í Street View. Þótt hann einbeiti sér aðallega að því að fanga og sýna fegurð eyjalífsins hjálpar Cristophe einnig fyrirtækjum á staðnum við að koma sér á framfæri með umlykjandi innanhússsýndarferðum í Street View.

Kortlagning Frönsku-Pólýnesíu

Nú þegar næstum allt er orðið stafrænt er erfitt að trúa því að það voru eingöngu til gervihnattamyndir af Frönsku Pólýnesíu þar til Cristophe og Tahiti 360 mættu á staðinn. Til að flækja hlutina enn meira höfðu götur á eyjum eins og Bora Bora og Tahítí engin heiti, svo það var erfitt fyrir bæði heimamenn og ferðamenn að rata um. Mikilvægast var að þetta gerði starf bráðaliða, t.d. slökkviliðsmanna, viðbragðsaðila og lögregluþjóna, erfiðara en það þurfti að vera.

 

Það hefur ávallt verið mín trú að Street View geti komið samfélögum að miklu gagni. Mér hefur ávallt þótt heillandi að geta sett sjálfan sig á ákveðið svæði og kynnst umhverfinu áður en maður svo mikið sem fer að heiman. Þetta virtist sérstaklega gagnlegt í Frönsku Pólýnesíu þar sem það var nánast ómögulegt að rata um.

-

Christophe Courcaud, stofnandi Tahiti 360

 

Kortlagning Bora Bora með Google Street View

Staðaryfirvöld áttuðu sig á því hvaða gagn eyjarnar gætu haft af Street View og hófu samstarf við Tahiti 360 um að kortleggja og skrá alla vegi á Tahítí, Moorea, Bora Bora, Raiatea, Maupiti, Huahine, Fakarava og Rangiroa. Christophe notaði fjórhjól, golfbíla, rafmagnshjól, sæþotur og jafnvel hesta til að mynda yfir 1.800 km á Frönsku Pólýnesíu. Það má að hluta til þakka störfum Christophe og landfræðilegum gögnum um svæðið sem yfirvöld deildu að nú er mögulegt að fá upplýsingar um umferð í beinni, tillögur að fljótlegustu leiðunum og leiðarlýsingar til fyrirtækja á Tahítí í Google-kortum. Þetta kemur sér sérstaklega vel fyrir neyðarþjónustuaðila sem eiga nú auðveldara með að sinna sínum störfum um alla eyjuna. Að lokum hefur aðgangur að myndum Tahiti 360 í Street View einnig einfaldað borgarskipulag, viðhald bygginga og eftirlit með ástandi vega.

Aðgangur að stað á heimsminjaskrá UNESCO

Raunverulegasta sýndarferð Tahiti 360 er um Taputapuatea á eyjunni Raiatea. Þessi staður, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, er ein helsta ástæða þess að fleiri en 300.000 ferðamenn koma til Frönsku Pólýnesíu á ári. Með því að fanga fegurð staðarins með 360 gráðu myndum hefur Christophe einnig gert milljónum kleift að upplifa hann á netinu. Myndefni sem Christophe hefur birt í Street View færði eitt af undrum heimsins á skjáinn og gerði okkur öllum kleift að skoða það.

Það er enginn barnaleikur að mynda heila eyju en Christophe var til í slaginn. Til að tryggja að hann næði að fanga allt sem Bora Bora hefur upp á að bjóða í 360 gráðu myndum nýtti hann bíla, bát og tvo jafnfljóta. Það tók Christophe aðeins sjö daga að kortleggja alla eyjuna og gera afraksturinn öllum aðgengilegan í Street View.

Fyrir utan Bora Bora ljósmyndaði Christophe allar göturnar í Papeete, höfuðstað Tahítí, sem og bæinn Pirae. Sýnileikinn borgaði sig þegar myndir af báðum bæjunum birtust í Street View.

Fyrirtæki á staðnum fengu einnig tækifæri til að láta ljós sitt skína í Street View. Stórar hótelkeðjur eins og Intercontinental, Manava og Hilton, sem og minni gistiheimili, voru spennt að fá tækifæri til að sýna allri heimsbyggðinni aðstöðuna sem þau bjóða upp á.

Fleiru bætt við lífslistann

Tahiti 360 vonast til að safna myndefni af öllum eyjum Frönsku Pólýnesíu fyrir lok ársins, en eftir eru Maupiti, Tahaa, Marquesas-eyjar, Gambiers-eyjar og Austral-eyjar. Og þótt enn sé mikið verk óunnið í Frönsku Pólýnesíu er Christophe þegar byrjaður að hugsa um næsta ævintýri. Hann hefur þegar samþykkt að vinna með frönskum yfirvöldum í heimabæ sínum að því að mynda 400 km af hjólreiðastígum, fljótandi garðana í Amiens og ferðamannalest fyrir Somme Tourisme. Christophe mun einnig mynda Teahupoo, þar sem brimbrettakeppni Ólympíuleikanna 2024 fer fram. Þess á milli vonast hann til að bæta Nýju-Kaledóníu og Wallis- og Fútúna-eyjum við Street View, í því skyni að bæta daglegt líf heimamanna og hjálpa fleirum að upplifa paradís.

Street View er samstarfsvettvangur þar sem þátttakendur geta hjálpað samfélögum að blómstra, fyrirtækjum að vaxa og fært undur heimsins nær fólki með því að birta ítarlegt myndefni í Google-kortum. Best af öllu er að hver sem er getur kortlagt eigin velgengni með Street View, það eina sem þarf er að stíga fyrsta skrefið og taka þátt.

Deildu þínu eigin Street View-myndefni