Sýndu fyrirtækið þitt að innan sem utan
Myndir og sýndarferðir hjálpa fólki að ákveða hvort það vilji heimsækja fyrirtæki. Bættu ímynd þína á netinu og sýndu fyrirtækið í sínu besta ljósi, að innan sem utan. Láttu viðskiptavini þína vita við hverju megi búast þegar þeir skoða Street View-myndefni áður en þeir heimsækja fyrirtækið þitt.
100+
lönd og landsvæði í Street View
Yfir milljarður
mánaðarlegra notenda Google-korta
Yfir 200 milljón
fyrirtæki og staðir skráðir í Google-kortum
Notaðu 360 gráðu sjónarhorn af búðarglugganum þínum til að sýna fólki við hverju það má búast.
Taktu þitt eigið myndefni utandyra til að leiðbeina gestum á staðsetninguna þína og birta þeim mikilvægar upplýsingar á borð við hvar er hægt að leggja eða hvort hjólastólaaðgengi sé til staðar.
Vektu athygli á fyrirtækinu þínu með sýndarferð
Bjóddu viðskiptavinum innfyrir til að hjálpa þeim að fá tilfinningu fyrir fyrirtækinu og hvað það hefur upp á að bjóða áður en þeir mæta á staðinn. Taktu myndir af aðstöðunni þinni, vöruhillum og matseðlum og birtu þær á Street View upp á eigin spýtur eða með aðstoð fagaðila.
Búðu til þína eigin sýndarferðAuktu líkurnar á að gestirnir þínir komi aftur með því að birta nýtt myndefni
Varstu að gera fyrirtækið upp eða byrja að bjóða upp á nýjar vörur? Uppfærðu myndirnar þínar í Street View. Stjórnaðu ímynd þinni á netinu með því að upplýsa viðskiptavini reglulega um breytingar og spennandi tilboð.