Hvernig framfylgið þið ákvörðun Evrópudómstólsins um réttinn til að falla í gleymsku?

Nýlegur úrskurður Dómstóls Evrópusambandsins hefur víðtækar afleiðingar fyrir leitarvélar í Evrópu. Dómstóllinn úrskurðaði að tilteknir notendur hefðu rétt á að óska eftir því við leitarvélar á borð við Google að leitarniðurstöður fyrirspurna sem innihalda nafn viðkomandi væru fjarlægðar. Til að uppfylla skilyrðin þurfa niðurstöðurnar að vera ófullnægjandi, óviðeigandi, ekki lengur viðeigandi eða óþarflega ítarlegar.

Síðan úrskurðurinn var birtur 13. maí 2014 höfum við unnið dag og nótt við að framfylgja honum. Þetta er flókið ferli vegna þess að við þurfum að leggja mat á hverja einstaka beiðni og vega og meta hvort réttur einstaklingsins til að stjórna persónuupplýsingum sínum vegur þyngra en réttur almennings til þekkingar og upplýsingadreifingar

Ef þú ert með beiðni um fjarlægingu skaltu fylla út þetta vefeyðublað. Þú færð sjálfvirkt svar til staðfestingar á móttöku beiðninnar. Síðan förum við yfir málið, en athugaðu að þetta getur tekið nokkurn tíma, því að við höfum þegar móttekið margar slíkar beiðnir. Við mat á beiðninni þinni könnum við hvort niðurstöðurnar innihalda úreltar upplýsingar um einkalíf þitt. Við munum einnig kanna hvort almannahagsmunir skuli ráða för varðandi birtingu upplýsinganna í leitarniðurstöðunum – til dæmis ef þær tengjast fjársvikastarfsemi, vanrækslu í starfi, sakfellingum eða hegðun í opinberu starfi (kjörinna eða skipaðra fulltrúa). Þetta er erfitt mat og sem einkafyrirtæki getum við verið í erfiðri stöðu til að leggja mat á mál þitt. Ef þú ert ósammála niðurstöðu okkar geturðu haft samband við persónuverndaryfirvöld á þínu svæði.

Við hlökkum til að vinna náið með persónuverndaryfirvöldum og öðrum á næstu mánuðum á meðan við þróum aðferðir okkar betur. Úrskurður Evrópudómstólsins felur í sér mikla breytingu hvað varðar leitarvélar. Þótt afleiðingar af úrskurði dómstólsins valdi okkur áhyggjum teljum við mikilvægt að virða hann og leggjum hart að okkur við að koma á fót ferli sem framfylgir lögunum.

Þegar þú leitar að nafni er hugsanlegt að þú fáir tilkynningu um að niðurstöðum kunni að hafa verið breytt í samræmi við evrópsk lög um persónuvernd. Í Evrópu birtum við þessa tilkynningu yfirleitt þegar notandi leitar að nöfnum en ekki eingöngu þegar um er að ræða síður sem fjarlæging hefur átt sér stað.

Hvernig verndar Google friðhelgi mína og heldur upplýsingunum mínum öruggum?

Við vitum að öryggi og persónuvernd eru þér mikilvæg – við tökum þessa hluti alvarlega líka. Það er forgangsverkefni hjá okkur að tryggja öryggi og að þú getir treyst því að upplýsingarnar þínar séu öruggar og aðgengilegar þegar þú þarft á þeim að halda.

Við erum stöðugt að vinna að því að tryggja öflugt öryggi og persónuvernd sem og að því að gera Google betra og skilvirkara fyrir þig. Við verjum hundruðum milljóna Bandaríkjadala á hverju ári í öryggismál og ráðum heimsþekkta sérfræðinga á sviði gagnaöryggis til að tryggja öryggi upplýsinganna þinna. Við höfum einnig útbúið persónuverndar- og öryggisverkfæri sem eru einföld í notkun, s.s. stjórnborð Google, tvíþætta staðfestingu og stillingar sérsniðinna auglýsingar sem má finna í „Auglýsingastillingarnar mínar“. Þú ert því við stjórnvölinn þegar kemur að þeim upplýsingum sem þú deilir með Google.

Þú getur fengið frekari upplýsingar um öryggi á netinu, þar á meðal það sem þú getur gert til að vernda þig og þína á netinu, í öryggismiðstöð Google.

Fáðu frekari upplýsingar um hvernig við höldum persónuupplýsingunum þínum lokuðum og öruggum – og setjum þig við stjórnvölinn.

Hvers vegna tengist reikningurinn minn svæði?

Reikningurinn þinn tengist svæði í þjónustuskilmálunum svo við getum skorið úr um nokkra hluti:

  1. Hvaða hlutdeildarfélag Google þjónustar þig, vinnur úr upplýsingunum þínum og ber ábyrgð á því að fylgja viðeigandi persónuverndarlögum. Almennt veitir Google notendaþjónustu sína í gegnum annað eftirfarandi fyrirtækja:
    1. Google Ireland Limited, ef þú býrð á Evrópska efnahagssvæðinu (ESB-lönd ásamt Íslandi, Liechtenstein og Noregi) eða í Sviss
    2. Google LLC í Bandaríkjunum sem þjónustar restina af heiminum
  2. Útgáfu skilmálanna sem stjórna sambandi okkar en þeir geta verið mismunandi eftir lögum á hverjum stað
  3. Notkun svæðisbundinna skilyrða fyrir Google-þjónustur þar sem þú býrð

Ákvarða svæðið sem tengist reikningnum þínum

Þegar þú stofnar nýjan Google-reikning tengjum við hann við svæði út frá því hvar þú stofnaðir hann. Fyrir reikninga sem voru stofnaðir fyrir a.m.k. ári síðan notum við svæðið sem þú ert oftast á þegar þú notar Google-þjónustur – yfirleitt svæðið sem þú hefur varið mestum tíma á síðastliðið ár.

Tíð ferðalög hafa yfirleitt ekki áhrif á svæðið sem tengist reikningnum þínum. Ef þú flytur á nýtt svæði gæti tekið allt að ár fyrir svæðið sem tengist reikningnum að uppfærast.

Ef svæðið sem tengist reikningnum þínum er ekki það sama og svæðið sem þú býrð á gæti það verið vegna þess að þú býrð og starfar á mismunandi svæðum, hefur sett upp sýndarnet (VPN) til að fela IP-töluna þína eða vegna búsetu nærri landamærum. Ef þú ert ósammála um svæðið sem tengist reikningnum þínum geturðu óskað eftir því að svæðinu verði breytt.

Hvernig fjarlægi ég upplýsingar um mig úr leitarniðurstöðum Google?

Leitarniðurstöður Google endurspegla efni sem nálgast má opinberlega á vefnum. Leitarvélar geta ekki fjarlægt efni beint af vefsíðum og því nægir ekki að fjarlægja leitarniðurstöður Google til að eyða efni af vefnum. Ef þú vilt að eitthvað verði fjarlægt af vefnum ættirðu að hafa samband við vefstjóra þess vefsvæðis sem birtir efnið og biðja viðkomandi um að gera breytingar. Aukinheldur, ef þú vilt óska eftir að tilteknar upplýsingar sem birtast um þig í leitarniðurstöðum Google verði fjarlægðar, samkvæmt evrópskum lögum um gagnavernd, skaltu smella hér. Þegar efni hefur verið fjarlægt og Google tekur eftir uppfærslunni birtast upplýsingarnar ekki lengur í leitarniðurstöðum Google. Ef þú ert með áríðandi beiðni um að fjarlægja efni geturðu líka leitað frekari upplýsinga á hjálparsíðunni okkar.

Eru leitarfyrirspurnirnar mínar sendar til vefsvæða þegar ég smelli á niðurstöður í Google leit?

Almennt er svarið nei. Þegar þú smellir á leitarniðurstöðu í Google-leit sendir vafrinn tilteknar upplýsingar á áfangavefsíðuna. Leitarfyrirspurnin kann að koma fram í veffangi eða vefslóð leitarniðurstöðusíðunnar en Google-leit er ætlað að koma í veg fyrir að vafrar sendi umrædda vefslóð á áfangasíðuna sem tilvísunarvefslóð. Við veitum upplýsingar um leitarfyrirspurnir í gegnum Google Trends og Google Search Console en þegar það er gert er fyrirspurnum safnað saman svo við deilum aðeins fyrirspurnum sem koma frá mörgum notendum.

Google forrit
Aðalvalmynd